Aðalfundur 2020

Aðalfundur Uppbyggingar sjálfsaga verður haldinn strax að ráðstefnu lokinni, fimmtudaginn 13. ágúst, kl. 16:00.

Á dagskrá eru venjulegum aðalfundarstörfum þar með talin kosning nýrrar stjórnar og formanns fyrir næstu tvö ár.

Dagskrá aðalfundar:
Skýrsla stjórnar
Skýrsla gjaldkera
Kosningar
Önnur mál

Kaffiveitingar og góður félagsskapur í boði. Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Uppstilling stjórnar fyrir aðalfund 2020.
Annað hvert ár er boðað til kosninga í stjórn. Þeir sem hafa vilja til að starfa með stjórn Uppbyggingarfélagsins næstu tvö árin eru beðnir að hafa samband við uppstillingarnefnd og bjóða sig fram. Bylgja Baldursdóttir, aðstoðarskólastjóri í Sandgerði ([email protected]ðisskoli.is) er í uppstillingarnefnd og tekur við fram-boðum fram að aðalfundi. En einnig er hægt að hafa samband við stjórnarmeðlimi. Það er afar mikilvægt fyrir félagið að hafa duglegt og gott fólk í framlínunni. Margar hendur vinna létt verk. Vertu með og bjóddu þig fram.