FRESTAÐ – Afmælisráðstefna – Uppbygging sjálfsaga í 20 ár

Viðburði hefur því miður verið frestað vegna aðstæðna í samfélaginu.

Félagið Uppbygging sjálfsaga (Restitution Self Discipline) í samvinnu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands heldur afmælisráðstefnu 13. ágúst

Á dagskrá ráðstefnunnar eru fjölmörg erindi sem höfða til allra sem láta sig varða jákvæðar leiðir til uppbyggingar ábyrgðar og sjálfsaga. Ráðstefnan er ætluð starfsfólki í skólum og lærdómsumhverfi barna og ungmenna, foreldrum og öllum þeim sem starfa að uppeldis- og menntamálum.

Heiðursgestir eru Diane Gossen, upphafskona hugmyndafræðinnar um Uppbyggingu (Restitution) og samstarfskona hennar Judy Anderson. Þær munu flytja lykilerindi ráðstefnunnar og fjalla um sögu og hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar í bráð og lengd og tengsl hennar við hugmyndir frumbyggja í Kanada um samskipti og uppeldi.

Ólafur Páll Jónsson, prófessor við Menntavísindasvið mun einnig halda lykilerindi sem hann   kallar „Er agi siðferðilegt hugtak?“.

Eftir hádegi, að loknum lykilerindum geta ráðstefnugestir valið á milli styttri málstofa og menntabúða. Hver málstofa er 30 mínútur að lengd en menntabúðir verða opnar allan eftirmiðdaginn. Dagskrá málstofa og yfirlit yfir þátttakendur í menntabúðum verður aðgengilegt á heimasíðu www.uppbygging.is.

Ráðstefnan fer fram í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð og stendur frá 9-16. Ráðstefnugjald er kr. 7.900 og innifalið í því er kaffi og hádegishressing.

 

  Erindi á málstofum:

Loftslagsvá,  ábyrgð hvers?

  • Auður Pálsdóttir, lektor við Menntavísindasvið

Skömmin

  • Guðbrandur Árni Ísberg, sálfræðingur og rithöfundur

Vaxandi hugarfar og uppbygging ábyrgðar og sjálfsaga

  • Hildur Karlsdóttir, grunnskólakennari og Erna I. Pálsdóttir, skólastjóri Álftanesskóla

Af hverju erum við að þessu?

Jóna Benediktsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Suðureyri, Erna Sigrún Jónsdóttir og Guðný Stefanía Stefánsdóttir, kennarar í Grunnskólanum á Ísafirði.

Geðrækt í skólastarfi

  • Sigrún Daníelsdóttir frá Embætti landlæknis.

Tilfinningavandi- tilfinningarof

  • Unnur Heba Steingrímsdóttir geðhjúkrunarfræðingur og fjölskylduráðgjafi hjá BUGL

 

 

Þátttakendur í Menntabúðum:

 Dalvíkurbyggð – Starf með börnum og unglingum

Leikskólinn Arnarsmári í Kópavogi

Fjarðabyggð – Starf með börnum í leik- og grunnskólum.

Seyðisfjarðarskóli – leikskóla,- grunnskóla- og tónlistarskólastarfið

Grunnskóli Grindavíkur – Svona gerum við

Stykkishólmur – Uppeldi til ábyrgðar samofið skólastarfi

Grunnskóli Þorlákshafnar –  Innleiðing og fyrstu skrefin

Hólabrekkuskóli –  Svona gerum við

 

Auk þeirra munu Diane Gossen og Judy Anderson ræða við ráðstefnugesti í Menntabúðum.  

 

Við hvetjum allt áhugafólk um Uppbyggingarstefnuna til að taka daginn frá og mæta á 20 ára afmælisráðstefnu Uppeldis til ábyrgðar – uppbyggingu sjálfsaga á Íslandi.