10 nýir styrktarskólar á árinu 2018

Eins og fram kemur í frétt um námskeið á vegum félagsins, einstakra skóla og leiðbeinenda í Uppbyggingu sjálfsaga til ábyrgðar í ágúst 2018, þá sóttu um 700 starfsmenn leik- og grunnskóla og einstaklingar á eigin vegum námskeið um uppbyggingarstefnuna og vinnuaðferðir henni tengdar. Á árinu 2018 sem senn líður í aldanna skaut hafa 10 nýir styrktarskólar gerst félagar og 20 einstaklingar. Þessir skólar sem formlega hafa og eru að hefja innleiðingu uppbyggingarstefnunnar í starfi sínu eru: Leikskólinn Lyngholt Fjarðabyggð, Akurskóli Reykjanesbæ, Grunnskóli Súgandafjarðar, Grunnskóli Þorlákshafnar, Grunnskóli Djúpavogs, Bláskógarskóli Reykholti Biskupstungum, Hofsstaðaskóli Garðabæ, Kerhólsskóli Grímsnes- og Grafningshreppi, Seyðisfjarðarskóli og Rimaskóli Reykjavík
Í dag eru 70 leik- og grunnskólar skráðir styrktarskólar (sjá vef félagsins www.uppbygging.is) Uppbyggingar sjálfsaga til ábyrgðar og 151 einstaklingur sem félagsmaður. Við bjóðum alla nýja félagsmenn og styrktarskóla hjartanlega velkomin til samstarfs. Nokkrir skólar til viðbótar vinna eftir vinnuaðferðum og hugmyndym um Uppbyggingu sjálfsaga til ábyrgðar en hafa ekki enn óskað eftir styrktaraðild aað félaginu. Þetta er alltaf val en að sjálfsögðu eru allir hjartanlega velkomnir til samstarfs og „Sterk saman“ verðum við enn sterkari.
Á vef félagssins www.uppbygging.is er hægt að gerast félagsmaður í félaginu sem einstaklingur en ef skóli / félagasamtökin / stofnun vill verða styrktaraðili þá þarf að hafa samband við formann eða stjórnarmann félagsins. Það er og hefur verið val skóla, stofnanna, félagsmiðstöðva, félagasamtaka hvort viðkomandi gerist formlegur styrktaraðili félagsins þó unnið sé eftir uppbyggarstefnunni. Að sjálfsögðu er þetta alltaf val en eftir því sem fleiri eru félagsmenn og styrktarfélög / styrktarskóla er félaginu gert enn frekar kleift að aðstoða og bæta bjargir félagsins okkur öllum til ávinnings. Þá gildir að vera Sterk saman. Við hvetjum alla til að vera með og gerast styrktarskólar/ styrktarfélagar.