Stjórn félagsins

Á aðalfundi félagsins þann 27. apríl 2022 var kosin ný stjórn til næstu tveggja ára. Einnig var samþykkt breyting á lögum félagsins þess efnis að aðalfund félagsins skuli halda annað hver ár.
Katrín Júlía Júlíusdóttir ritari hætti í stjórn og er henni þökkuð unnin störf í þágu félagsins. Ný í stjórn er Ásta Huld Henrýsdóttir og er hún boðin hjartanlega velkomin.

Aðalfundur kaus Guðbjörgu M. Sveinsdóttur sem formann félagsins til næstu tveggja ára. Aðrir í stjórn eru: Sveinbjörn M. Njálsson, gjaldkeri, Svandís Egilsdóttir er ritari félagsins og þær Fanney
Dóróthea Halldórsdóttir og Ásta Huld Henrýsdóttir eru meðstjórnendur. Varamenn eru Jóna Benediktsdóttir og Hrönn S. Steinsdóttir.

Guðbjörg M. Sveinsdóttir, formaður.

Sveinbjörn Markús Njálsson, gjaldkeri.

Svandís Egilsdóttir, ritari.

Fanney Dóróthea Halldórsdóttir, meðstjórnandi.

Ásta Huld Henrýsdóttir, meðstjórnandi.

Hrönn S. Steinsdóttir, varamaður.

Jóna Benediktsdóttir, varamaður.