Ítarefni og ritgerðir

Ítarefni – myndbönd – rannsóknir
Myndband – Uppeldi til ábyrgðar, uppbygging sjálfsaga frá 2006.
Bekkjarsáttmáli, börn með textablöðrur og sól með textageislum
Sýnishorn af bekkjarsáttmála. Sandgerðisskóli 2019.

Árið 2006 vann starfsfólk Álftanesskóla myndband í samvinnu við sveitarfélagið Álftanes. Það myndband hefur nú verið stytt eilítið og gert aðgengilegt hér á vefnum. Myndband Uppeldi til ábyrgðar, uppbygging sjálfsaga.

 

 

 

Hér má finna fréttabréf félagsins frá mars 2021:

Fréttabréf Uppbygginga sjálfsaga.

 

Hér má finna árleg fréttabréf félagsins frá 2009 – 2013:

Fréttabréf Uppbygging sjálfsaga.

 

Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum aðferða uppeldis til ábyrgðar á skólastarf.

Áhrif hugmyndafræði uppeldis til ábyrgðar – uppbyggingar sjálfsaga (e. Restitution) hafa verið rannsökuð nokkuð mikið og eru margar greinar til um ágæti hennar auk meistara og doktorsverkefna sem fjallað hafa um innleiðingu og áhrif stefnunnar á skólasamfélög eða hópa. Megináhersla hefur verið á að skoða hvaða áhrif innleiðingin hefur haft á agamál og skólabrag. Á íslandi hafa nokkrar rannsóknir verið gerðar auk ritrýndra greina sem birts hafa m.a. í Netlu og tímariti Heimilis og skóla. Hér er að finna tengla í nokkrar þessara ritverka sem afar áhugavert er að lesa, kynna sér áhrif stefnunnar enn frekar og hugmyndafræðina nánar.

Vonandi bætast hér tenglar inn jafnt og þétt á næstunni.


Árið 2007 birtist í Netlu, veftímariti sem fjallar um uppeldi og menntun og gefið er út af Menntavísindasviði Háskóla Íslands birtist grein eftir Guðlaugu Erlu Gunnarsdóttur og Magna Hjálmarsson. Í grein lýsa höfundar hugmyndafræði uppeldi til ábyrgðar eða uppbyggingu (e. restitution).

Greinin er í vefsafni Landsbókasafna Háskóla Íslands sjá hér.


Í október 2011 birtist grein í tímariti Heimilis og skóla eftir Jónu Benidiktsdóttur. Þar segir hún frá grunnhugmyndinni á bak við hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar (e. Restitution). Greininni fylgja Reynslusögur sem gefa enn betri mynd af stefnunni og áhrifum hennar.

Greinina úr tímariti Heimilis og skóla er að finna hér.


Inni á Skemmunni eru 6 ritgerðir þar sem Uppbygging sjálfsaga kemur við sögu,tvö mastersverkefni og fjögur B.ed verkefni.

Skemman er rafrænt gagnasafn Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Bifröst, Háskólans í Reykjavík, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Listaháskóla Íslands. Í safninu eru einkum geymd lokaverkefni nemenda en einnig rannsóknarrit kennara og fræðimanna.

Við höfum þegar fengið leyfi hjá höfunum þriggja verkefna til að benda á þau hér á síðunni en vonandi bætast fleiri tengingar við.

Lísa Lotta Björnsdóttir vann að ritgerðinni Fjárfest í framtíðinni : starfendarannsókn í tengslum við innleiðingu á Uppeldi til ábyrgðar í leikskóla. Hér má tengjast verkefni hennar: http://skemman.is/item/view/1946/12754

Guðlaug Erla Gunnarsdóttir skrifaði einnig meistaraprófsritgerð sem er að finna inni á Skemmunni. Hún kallast Forystustjórnun í grunnskólum : hagnýting stjórnunarhátta í anda uppeldis til ábyrgðar. Hér má finna hana: http://skemman.is/item/view/1946/2018

Þá má einnig benda á ritgerð Guðnýjar Hörpu Henrysdóttur sem kallast Leikum að uppbyggingu sjálfsaga : notkun leikrænna aðferða við kennslu Uppeldis til ábyrgðar. Hér er tengill inn á ritgerðina http://skemman.is/item/view/1946/13412

Rebecca Gray skrifar greinar í Kanada. Hún er dugleg að skrifa um uppbyggingu. Hér er hægt að lesa eina af greinum hennar þetta er ritrýnd grein og birtist í „Brandon University Journal of Graduate Studies in Education“. rebecca_gray

Þýðing á útdrætti: Besti árangur við að þróa góðan starfsanda á vinnustað, næst með kurteisi og hvetjandi stuðningi sem stuðlar að sjálfsmati. Þessar sömu meginreglur eru grundvöllur Uppbyggingaraðferðarinnar sem var gerð til að útvega starfsmönnum skóla ákveðna stefnu að fara eftir þegar þeir þurfa að ná árangri við að vinna með nemendum með hegðunarvanda. Þetta módel geta stjórnendur notað við að skapa raunhæf skref þegar þeir vinna með starfsmönnum og þannig gengið úr skugga um að kjöraðstæður skapist fyrir einstaka starfsmenn að þroska hæfileika sína til fullnustu.

Greinin Ekkert barn á að vera eitt að glíma við vandamál og viðtal við Guðbjörgu M. Sveinsdóttur formann Uppbyggingar sjálfsaga birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 17. september 2021.