Uppbygging í Boston
22. – 26. nóvember 2016
Skelltu þér með í uppbyggjandi hópferð til Boston í vetur.
Félagið Uppbygging sjálfsaga í samvinnu við hina heimsfrægu Judy Anderson mun standa fyrir tveggja daga námskeiðum í Boston dagana 22. til 26. nóvember. Frábært tækifæri fyrir alla sem vilja kynna sér Uppeldi til ábyrgðar – Uppbyggingu sjálfsaga nánar í góðum hópi.
Val um tvö mismunandi námskeið
Námskeiðin fara fram á ensku
Íslensk fararstjórn
Flug, gisting, ferðir og gjöld 125.500.- (á mann í tvíbýli)
Námskeið 48.500.-
Flogið er út seinni partinn á þriðjudegi og komið heima að morgni sunnudagsins 27. nóvember. Gist verður á Hilton Back Bay í Boston í fjórar nætur.
Skráning fer fram á skraning@sandgerdisskoli.is
Nánar um ferðina (uppfært 8. maí):
Stofnaður verður FB hópur fyrir þá sem fara í ferðina.
Hægt verður að velja um tvö námskeið. Annað námskeiði verður Control Theory hitt námskeiði hefur ekki endalega verið ákveðið.
Inni í námskeiðsgjaldinu er kennsla, námsefni (dreift á staðnum), morgunmatur (tvo morgna), kaffi og te á námskeiðsdögum, aðstaða.
Flogið er út siennipart þriðjudaginn 22. nóvember og komið heim snemma að morgni sunnudagsins 27. nóvember (lagt af stað frá Bostun seinnipartinn laugardaginn 26. nóvember).
Flogið verður með Icelandair og gist á Hilton Back Bay 40 Dalton Street, Boston, Massachusetts, 02115. Námskeiðin fara fram á hótelinu.