Joel Shimoji var hér á landi dagana 27. febrúar til 3. mars. Hann vann með skólafólki og hélt Uppbyggingarnámskeið vítt og breytt um landið. Hann byrjaði fyrirlestrarröð sína á Akureyri, fór á Álftanes og til Grindavíkur og lauk vinnu sinni á tveggja daga námskeiði í Reykjavík. Fólk af öllu landinu sótti námskeiðin sem mæltust mjög vel fyrir, sérstaklega Restitution II námskeiðið sem haldið var í Reykjavík. Joel er vinsæll fyrirlesari, hann nær vel til þátttakenda og mikil ánægja hefur verið með heimsóknir hans til landsins.