Restitution I í Reykjavík 8. og 9. ágúst

Félagið Uppbygging sjálfsaga í samvinnu við Ingunnarskóla auglýsir byrjendanámskeið í Uppeldi til ábyrgðar – uppbygging sjálfsaga I

í Ingunnarskóla, Reykjavík dagana 8. – 9. ágúst 2018.

Námskeiðið hefst kl. 9:00 báða dagana og stendur til kl. 16:00.

Áhersla er lögð á að fara vel í hugmyndafræðina og auka færni þátttakenda í að nýta þessar vinnuaðferðir í daglega starfi með börnum. Námskeiðið er ætlað starfsfólki leik- og grunnskóla.

Meginatriði Uppeldis til ábyrgðar er að kenna börnum og unglingum sjálfsaga og ýta undir gott sjálfstraust. Lögð er  áhersla á jákvæð samskipti, gagnkvæma virðingu og góðan skólabrag. Uppbygging sjálfsaga hvetur hvern og einn til að taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum.  Nemendur læra að þekkja grunnþarfir sínar og taka tillit til samferðamanna sinna.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Guðlaug Erla Gunnarsdóttir og Hildur Karlsdóttir. Báðar hafa þær réttindi frá Diane Gossen til að kenna þessi fræði og langa reynslu í að nýta þessar starfsaðferðir í skólastarfi og uppeldi.

Staður: Ingunnarskóli, Reykjavík

Tími: 8. – 9. ágúst kl. 9:00 – 16:00.

Verð:  kr. 25.500.  Innifalið eru námskeiðsgögn, matur og kaffi.

Skráning fyrir 20. júní 2018 á vef félagsins www.uppbygging.is