Control Theory framhaldsnámskeið með Judy Anderson

Uppbygging sjálfsaga auglýsir Control Theory framhaldsnámskeið fyrir skólafólk 8. – 9. apríl næstkomandi.

Mánudag og þriðjudag (8. – 9. apríl) kl. 9:00 – 16:00 verður Judy Anderson með námskeið á Grand Hótel Reykjavík.

Á námskeiðinu mun Judy Anderson fara yfir hugmyndafræði uppeldis til ábyrgðar, uppbyggingar sjálfsaga og fjalla um sjálfstjórnarkenninguna (Reality Therapy) eins og William Glasser lýsti henni og Diane Gossen vann síðan frekar með í skólasamfélaginu. Lögð er áhersla á tengingu hugmyndafræðinnar við uppeldi og skólastarf.Námskeiðið fer fram á ensku.

Verð kr. 44.500 – með hressingu og léttum hádegisverði.

Skráning hér

Nánari upplýsingar veita:
Sveinbjörn Markús Njálsson – sveinbjorn.njalsson@gmail.com
Elín Yngvadóttir – eliny@simnet.is