Restitution in the Classroom

Uppbygging sjálfsaga auglýsir Restitution in the Classroom – Uppbygging í kennslustofunni námskeið fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla dagana 13. og 14. júní 2019.

Fimmtudaginn 13. júní kl. 9:00 – 16:00 og föstudaginn 14. júní kl. 9:00 – 15:00 verður Cindy Brown með námskeið í Hofstaðaskóla. Þar mun hún fjalla um grundvallaratriði uppbyggingarstefnunnar, aðferðir og hugmyndir. Þátttakendur sjá hvernig hægt er að þróa jákvæðar samskiptaleiðir innan skóla með sérstaka áherslu á kennslu og uppbyggingarvinnu fyrir yngri nemendur m.a. með virkni, verkefnavinnu, spilum og leikjum.

Verð kr. 32.900 – með hressingu og léttum hádegisverði.

Skráning hér.

Nánari upplýsingar veita:
Elín Yngvadóttir – eliny@simnet.is
Sveinbjörn Markús Njálsson – sveinbjörn.njalsson@gmail.com