Upp, upp mitt geð og Uppbygging með.
Endurmennta og endurnýja kynni okkar af og vinnu með Uppbyggingu sjálfsaga – Uppeldi til ábyrgðar
Grunnnámskeið 1 (Restitution I) verður haldið dagana 10. og 11. ágúst í Rimaskóla (Reykjavík) fyrir þá grunnskóla og einstaklinga sem vinna með og eftir hugmyndafræði og vinnuaðferðum Uppbyggingar sjálfsaga.
Meginatriði Uppeldis til ábyrgðar er að kenna börnum og unglingum sjálfsaga og ýta undir gott sjálfstraust. Lögð er áhersla á jákvæð samskipti, gagnkvæma virðingu og góðan skólabrag. Uppbygging sjálfsaga hvetur hvern og einn til að taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum. Nemendur læra að þekkja grunnþarfir sínar og taka tillit til samferðamanna sinna.
Námskeiðið er 10. og 11 ágúst 2023 kl. 9:00 til 16:00 báða dagana.
Hvar: Rimaskóli í Reykjavík
Leiðbeinendur eru: Guðlaug Erla Gunnarsdóttir og Hildur Karlsdóttir.
Skráning fer fram neðst á forsíðu www.uppbygging.is fyrir 1.ágúst n.k.
Með skráningu þarf að fylgja: Fullt nafn, kennitala, netfang og upplýsingar um greiðanda námskeiðsgjaldsins (kennitala og heimilisfang).
Verð fyrir starfsmenn grunnskóla í Reykjavik: 7.000.- kr. með námskeiðsgögnum og hádegisverði. Þ.e. með styrk úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla.
Ef fleiri en 10 frá sama skóla í Reykjavík skrá sig þá kostar 6.000 kr pr. einstakling.
Verð fyrir aðra utan Reykjavíkur : 30.000 kr með námskeiðsgögnum og hádegisverði.
Nánari upplýsingar veita: Guðbjörg M. Sveinsdóttir, gudbjorgmsv@gmail.com og Sveinbjörn Markús Njálsson, sveinbjorn.njalsson@gmail.com