Námskeið í Uppeldi til ábyrgðar
Restitution I – Uppbygging I
Föstudaginn 23. maí kl: 13.00 –17.00 og
Laugardaginn 24. maí kl: 09.00—16.00
í Grunnskólanum í Sandgerði
Verð 24.000 kr. með hressingu og hádegisverði á laugardeginum.
Kynnt verða helstu grunndvallaratriði uppbyggingarstefnunnar, aðferðir og hugmyndir.
Þátttakendur sjá hvernig hægt er að þróa jákvæðar samskiptaleiðir innan skóla.
Hvað er uppbygging?
• Leið til að ýta undir jákvæð samskipti.
• Miðar að því að kenna sjálfstjórn og sjálfsaga og læra af mistökum.
• Byggir á að ná samstöðu um lífsgildi til að hafa að leiðarljósi og fylgja þeim síðan eftir með fáum en skýrum reglum.
• Ýtir undir hæfni til að taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum.
• Gefur innri styrk og aukið sjálfstraust.
Leiðbeinendur
Fanney Dóróthe Halldórsdóttir skólastjóri og
Elín Yngvadóttir aðstoðarskólstjóri.
Þær hafa reynslu af kennslu og innleiðingu uppbyggingarstefnunnar. Hafa báðar viðurkenningu Chelsom Consultants til að kenna þessar uppeldisaðferðir og hafa haldið námskeiða fyrir starfsmenn skóla og foreldra.
Skráning og nánari upplýsingar veita námskeiðshaldarar:
fanney@sandgerdisskoli.is og eliny@sandgerdisskoli.is
Með skráningu þarf að fylgja:
Fullt nafn, kennitala, netfang og upplýsingar um greiðanda námskeiðsgjaldsins (kennitala og heimilisfang).