Kæru Uppbyggingarfélagar.
Cindy Brown þeysist nú um landið og heldur námskeið fyrir fróðleiksfúsa kennara og annað skólafólk. Námskeið fer fram á Akureyri, 14. október (miðvikudag 9:00-16:00) í húsnæði Símey, Þórsstíg 4. Boðið verður upp á kaffiveitingar fyrir og eftir hádegi og léttan hádegisverð.
Þá mun hún einnig halda námskeið í Reykjavík sem fram fer 15. og 16. október (fimmtudag 9:00-16:00 og föstudag 9:00-15:00) en það verður haldið í Hlöðunni, Gufunesbæ, Grafarvogi. Boðið verður upp á kaffiveitingar fyrir og eftir hádegi og léttan hádegisverð.