Aðalfundur 2017

Aðalfundur Uppbyggingarfélagsins árið 2017 var haldinn í Vogaskóla í Reykjavík fimmtudaginn 11. maí. Eftir að fundastjóri og ritari höfðu verið tilnefndir voru flutt tvö erindi. Annars vegar var innlegg frá leikskólanum Arnarsmára í Kópavogi. Þær Brynja Björk, skólastjóri og Hrönn Sigríður, deildarstjóri sögðu frá áhugaverðu og árangursríku starfi í leikskólanum sínum. Starfsfólk Arnarsmára hefur aflað sér viðtækrar þekkingar á svið Uppbyggingar og fléttað hugmyndafræðina inn í allt skólastarfið með góðum árangri. Hins vegar sagði Jónína Ólöf, skólastjóri í Vogaskóla frá innleiðingu Uppbyggingar í skólanum og fyrstu skrefum starfsfólks til að afla sér þekkingar á þessu sviði. Flestum starfsmönnum hefur gengið vel, þeir hafa sótt námskeið, lesið sér til og unnið saman í skólanum. Næstu skref eru að yfirfæra út í skólasamfélagið og nýta verkfærin og hugmydnafræðina með nemendunum.

Eftir erindin var gengið til hefðbundinna aðalfundarstarfa. Elín, formaður kynnti skýrslu stjórnar þar bara hæst námsferð sem farin var til Boston í nóvember 2016 auk heimsóknar Joel Shimoji til landsins um mánaðarmótin febrúar, mars 2017. Almennt hefur starfið gengið vel. Sveinbjörn Markús fór yfir reikninga félagsins. Hvoru tveggja var samþykkt samhljóða án athugasemda. Ekki fóru fram kostningar þar sem kosið er í stjórn félagsins annað hvert ár. Tilkynnt var að Þórhildur Kristjánsdóttir sem verið hefur varamaður í stjórn gefi ekki kost  á sér lengur. Kunnum við henni bestu þakkir fyrir samstarfið og óskum henni velfarnaðar. Engar tillögur höfðu borist vegna lagabreytinga. Staða félagsins er góð og ekki markmið þess að safna í sjóð og því ákveðið að hafa árgjald óbreytt frá fyrra ári. Sama gildir um umbun til formanns og gjaldkera, sú upphæð verður óbreytt. Undir liðnum önnur mál var m.a. rætt um fyrirhugaða námsferð 2018 þá skapaðist umræða um að reyna að reikna með skólaheimsóknum í námsferðum erlendis, fundamenn höfðu góða reynslu af slíku fyrirkomulagi þ.e. að sækja námskeið og nýta ferðir einnig til heimsókna. Stuttlega var rætt um bækur sem ríma vel við efni hugmyndafræðinnar m.a. var ákveðið að kalla eftir slíkum lista frá Judy. Þann lista er hæga að fá áframsendan til sín frá formanni. Að loknum umræðum var Vogaskóla þakka kælega fyrir góðar veitingar og hýsingu á fundinum, fundamönnum þakkað fyrir fundinn og honum slitið.

EY 2017