Nú fer að líða að aðalfundi félagsins. Stefnt er að því að halda hann í lok apríl. Við höfum til þessa fengið erindi frá skólum um áhugaverð verkefni sem verið er að vinna. Það er alltaf gaman að heyra af því sem verið er að gera í skólastarfinu. Ef þið vitið um einhver verkefni sem gaman væri að heyra af endilega hafið samband við annað hvort Jónu jonabene@gmail.com eða Elínu eliny@sandgerdi.is.