FRESTAÐ – Afmælisráðstefna – Uppbygging sjálfsaga í 20 ár

FRESTAÐ – Því miður vegna aðstæðna í samfélaginu.

Félagið Uppbygging sjálfsaga (Restitution Self Discipline) í samvinnu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands heldur afmælisráðstefnu 13. ágúst
Á dagskrá ráðstefnunnar eru fjölmörg erindi sem höfða til allra sem láta sig varða jákvæðar leiðir til uppbyggingar ábyrgðar og sjálfsaga. Ráðstefnan er ætluð starfsfólki í skólum og lærdómsumhverfi barna og ungmenna, foreldrum og öllum þeim sem starfa að uppeldis- og menntamálum.
Heiðursgestir eru Diane Gossen, upphafskona hugmyndafræðinnar um Uppbyggingu (Restitution) og samstarfskona hennar Judy Anderson. Þær munu flytja lykilerindi ráðstefnunnar og fjalla um sögu og hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar í bráð og lengd og tengsl hennar við hugmyndir frumbyggja í Kanada um samskipti og uppeldi.
Ólafur Páll Jónsson, prófessor við Menntavísindasvið mun einnig halda lykilerindi sem hann kallar „Er agi siðferðilegt hugtak?“.
Eftir hádegi, að loknum lykilerindum geta ráðstefnugestir valið á milli styttri málstofa og menntabúða. Hver málstofa er 30 mínútur að lengd en menntabúðir verða opnar allan eftirmiðdaginn. Dagskrá málstofa og yfirlit yfir þátttakendur í menntabúðum verður aðgengilegt á heimasíðu www.uppbygging.is.
Ráðstefnan fer fram í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð og stendur frá 9-16. Ráðstefnugjald er kr. 7.900 og innifalið í því er kaffi og hádegishressing.
Við hvetjum allt áhugafólk um Uppbyggingarstefnuna til að taka daginn frá og mæta á 20 ára afmælisráðstefnu Uppeldis til ábyrgðar – uppbyggingu sjálfsaga á Íslandi.

Skráning á 20 ára afmælisráðstefnu félagsins 13. ágúst 2020 er hafin hér á vefsíðu félagsins. Skráningargjald er 7.900 kr. Innifalið er kaffi og hádegisverður. Gefinn er 20% afsláttur fyrir fleiri en 10 þátttakendur frá sömu stofnun.