Kæru félagar og skráðir þátttakendur á afmælisráðstefnu Uppbyggingar sjálfsaga.
Vegna hertra sóttvarnarreglna COVID-19 er afmælisráðstefnu félagsins Uppbygging sjálfsaga 13. ágúst n.k. frestað um ár til að byrja með og áætluð þess í stað fimmtudaginn 12. ágúst 2021.
Það voru 240 skráðir þátttakendur og um 45 einstaklingar sem komu að dagskránni alls um 280 manns, en Skriða fyrirlestrarsalur Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð tekur 300 manns í sæti.
Við þökkum ykkur frábæra skráningu og vonum svo sannarlega eftir betri tíð til ráðstefnu- og samkomuhalds að ári liðnu.
En þangað til „It’s all about we“
Við minnnum jafnframt á Facebook síðu félagsins sjá hér