Bækur og útgáfa

Hér má finna lista yfir bækur, fána, poka, lyklabönd og fleira tengt Uppbyggingu sjálfsaga og uppeldi til ábyrgðar sem hægt er að panta í gegnum félagið.

Vinsamlega fyllið út pöntunarblað neðst á síðunni.

 

Leiðarvísir um uppbyggingu sjálfsaga – kennarabók – Joel S. Verð 1.500 kr. 
„Þessi bók var samin til að aðstoða unglingadeildarkennara (9. – 12. bekk í Kanada) við að kenna uppbyggingu. Í íslenska skólakerfinu hentar hún fyrir sama aldur í efstu bekkjum grunnskóla og fyrstu bekkjum framhaldsskóla…“

Leiðarvísir um uppbyggingu sjálfsaga – nemendabók – Joel S. Verð 300 kr.

Að sætta sjónarmið – nemendabók – Diane G. Verð 500 kr.
Texta og vinnubók fyrir unglinga.

Barnið mitt er gleðigjafi – Diane G. Verð 2.000 kr.
„Hverjar eru grundvallarþarfir barnsins míns? Hvernig er hægt að leysa úr átökum þannig að það gagnist báðum? Get ég kennt barninu mínu sjálfsaga og sjálfsuppbyggingu? Hugmyndir Diane henta vel fyrir foreldra, kennara og aðra sem hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum við að ala upp sterka einstaklinga sem geta með sveigjanleika og öryggi mætt sálrænum þörfum sínum í flóknum og ófyrirsjáanlegum heimi.“

Sterk saman – Diane G. Verð 1.500 kr.
„Ég skrifa þessa bók af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi til að fagna framúrskarandi vinnu þeirra samstarfsmanna, kennara og foreldra sem hafa tekið uppbyggingarkenninguna upp á arma sína og ofið hana inn í líf sitt, bæði í skólanum og heima fyrir. Í öðru lagi til að svara eins mörgum spurningum og mér er unnt. Þetta eru spurningar frá fólki sem vinnur ötullega að því að færa áhersluna frá ytri agastjórnun (sem felur í sér að beita þrýstingi og þvingun og ýtir undir firringu ungs fólks) til sjálfsaga, sem felur í sér innri styrkingu og þátttöku æskunnar.“

Mitt og þitt hlutverk – Frítt til fjölföldunar fyrir stofnanir, sjá Námsefni niðurhal á forsíðu vefsins.
„Að greina hlutverkaskiptingu er í raun fólgið í að lýsa því hvað hver og einn á að gera, hvað er á hans könnu í skólanum eða í verkahring hans. Þetta er eitt af því sem gerir starfsfólk öruggara við að taka þátt í breytingum…“

Skýr mörk – Frítt til fjölföldunar fyrir stofnanir, sent með tölvupósti til fjölföldunar.
„Þessi bæklingur er tekinn saman til að kennarar og starfsfólk skóla geti unnið að því að setja mörkin milli minniháttar og meiriháttar brota. Ef hinir fullorðnu í lífi barns eru samtaka og gera svipaðar lágmarkskröfur um hegðun – setja skýr neðri mörk – veitir það öllum öryggi og barnið gerir sér betri grein fyrir væntingum samfélagsins.“

Sáttmálar um samskipti – Frítt til fjölföldunar fyrir stofnanir, sent með tölvupósti til fjölföldunar.
„Við viljum ganga enn lengra í skólunum og taka á dagskrá hvernig hægt er að ná víðtækri sátt og efla samlyndi, samstöðu og eindrægni. Með því er leitast við að taka með í reikninginn þarfir allra og ekki bara sumra.“

Verkfærakistan – Magni Hjálmarsson og kennarar Álftanesskóla, byggt á verkum Diane G.
Hér má nálgast vefútgáfu til prentunar: Verkfærakistan_2020_vefútgáfa
Bókakápan til prentunar: Verkfærakistan-bókakápa

„Hugmyndin með þessum bæklingi er sú að hann geti verið bæði leiðarvísir til að bæta skólamenninguna og verkfærakista við ráðgjöf, eftir að kennarar hafa farið á námskeið og sannfærst um gildi hugmyndanna.“

Áherslur og innleiðing á Álftanesi – DVD diskur. Verð 1.500 kr.
„Myndin sýnir hvernig áherslur hugmyndafræði uppeldis til ábyrgðar birtast í skólastarfi, íþrótta- og tómstundastarfi og fleiri stöðum…“

Margnota pokar Uppbyggingar sjálfsaga. Verð pr. poka er 600 kr. (sbr. framleiðslukostnaður). Ef styrktarskóli kaupir verulegt magn miðað við stærð skóla verður veittur góður afsláttur. 

Lyklabönd með nafni og merki Uppbyggingar í tveimur litum þ.e. grænum og rauðum. Verð 300 kr. 

Veggspjöld – Þarfahringurinn og grunnþarfirnar fimm. Frítt til niðurhals á vefsíðunni undir Námsefni niðurhal.

Fáni Uppbyggingar sjálfsaga – Stærð fána 120cm x 167cm.
Útifáni fyrir 6 metra fánastöng verð 14.000 kr.
Útifáni fyrir 9 metra fánastöng verð 19.000 kr.
Innifáni faldaður fyrir stöng/prik verð 17.000 kr. 

Flettibók um Uppbyggingu. Verð 3.000 kr.
„Félagið okkar Uppbygging sjálfsaga hefur keypt útgáfurétt að „Flettibók um Uppbyggingu“ sem starfsmenn Leikskólans Arnarsmára í Kópavogi tóku saman, þýddu með leyfi Diane Gossen og Judy Anderson og gáfu fyrst út árið 2017.“

Pöntunarlisti

Bækur

  • Skráðu fjölda við þær bækur og/eða útgáfur sem þú vilt panta

  • Skýr mörk – Frítt og til útprentunar fyrir stofnanir undir Námsefni niðurhal – Almennt
  • Sáttmálar um samskipti – Frítt og til útprentunar fyrir stofnanir undir Námsefni niðurhal – Almennt
  • Sáttmálar um samskipti – Frítt og til útprentunar fyrir stofnanir undir Námsefni niðurhal – Almennt
  • Verkfærakistan (MH. og kennarar Álftanesskóla - Byggt á verkum DG.) - Frí til niðurhals og útprentunar fyrir stofnanir undir Námsefni niðurhal - Almennt
  • Athugið: Vinsamlega skráið í reitinn "Skilaboð" hér neðar á síðunni ef óskað er eftir sérstökum litum á lyklaböndum.
  • Athugið: Vinsamlega skráið í reitinn "Skilaboð" hér neðar á síðunni ef óskað er eftir sérstökum litum á burðarpokum.
  • Veggspjöld – Þarfahringurinn og grunnþarfirnar fimm. Frítt til niðurhals og útprentunar undir Námsefni niðurhal
  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.