Barnið mitt er gleðigjafi

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar Uppbyggingar sjálfsaga 15. október var m.a. samþykkt að ráðast í endurprentun á einni af grunnbókum okkar ,,Barnið mitt er gleðigjafi”. Fyrsta útgáfa 2008 var hjá Útgáfufélaginu Sunnuhvoli. Félagið Uppbygging sjálfsaga keypti útgáfurétt og bókalager af Magna Hjálmarssyni árið 2012.

Prentuð verða 800 eintök og bókin kemur í sölu og afgreiðslu hjá félaginu 25. nóvember, beint inní jólabókaflóðið. Bókin er, auk þess að vera eitt af grunnfræðsluritum Uppbyggingar sjálfsaga, kærkomin jólagjöf og starfsmannagjöf.

Verð bókarinnar er 2.000 kr.