Er þinn tími kominn? Viltu starfa í stjórn félagsins?

Uppstilling stjórnar fyrir aðalfund 2016.
Annað hvert ár er boðað til kostninga í stjórn Uppbyggingarfélagsins. Þeir sem hafa vilja til að starfa í stjórninni næstu tvö árin eru beðnir að hafa samband við uppstillingarnefnd og bjóða sig fram. Fanney D. Halldórsdóttir, skólastjóri í Sandgerði, fanney@sandgerdisskoli.is og Fanney Ásgeirsdóttir, skólastjóri í Hveragerði, fanney@hveragerdi.is skipa uppstillingarnefnd og taka við framboðum fram að aðalfundi.
Það er afar mikilvægt fyrir félagið að hafa duglegt og gott fólk í framlínunni. Margar hendur vinna létt verk. Vertu með og bjóddu þig fram.