Uppbygging í Brighton

Restitution II og skólaheimsóknir í Brighton 18. – 22. april 2018
Félagið Uppbygging sjálfsaga mun í samvinnu við Judy Anderson standa fyrir Restitution II námskeiði. Þetta er frábært tækifæri fyrir alla sem vilja dýpka skilning sinn á Uppeldi til ábyrgðar – Uppbyggingu sjálfsaga. Um er um að ræða framhaldsnámskeiðið Restitution II sem er eins og hálfs dags námskeið þar sem þátttakendur kynnast hugmyndafræðinni enn frekar og fá fleiri hugmyndir og hagnýtar vinnuaðferðir fyrir leik- og grunnskóla. Samhliða námskeiðinu verður boðið upp á heimsóknir í leik- og grunnskóla í Brighton. Fararstjórar í ferðinni verða Sveinbjörn, Guðbjörg og Elín.

  • –  –

Upplýsingar og verð á ráðstefnu:
Ráðstefnudagarnir eru fimmtudaginn 19. apríl og föstudaginn 20. apríl og byrja þá á skólaheimsóknum að morgni fimmtudagsins, þar sem hægt verður að velja um að heimsækja skóla fyrir 4 – 11ára nemendur. Þar eru t.d engar einnota bækur notaðar og einstakt að fylgjast með kurteisi og ró nemenda. Bekkjarkennari kennir „allt“. Eldri barna skólar eru að frá 11 – 18 ára og þar eru m.a. að finna verkgreinastofur sem ekki finnast í yngri barna skólunum. Þessir skólar eru yfirleitt mjög stórir og er staðið vel við bakið á þeim til að allir fái sem best og mest út úr sinni skólagöngu. Þið eruð sótt á hótelið og aftur úr skólaheimsóknum. Eftir hádegi á fimmtudeginum hefst námskeiðið hjá Judy Anderson og er það frameftir degi.(Þið fáið hádegismat þegar þið komið til baka úr skólaheimsóknum og áður en þið farið á námskeiðið). Ráðstefnan er haldin í fundarsal á hótelinu sjálfu. Kvöldverður er á Donatello kl. 20 (ítalskur veitingastaður), heimilslegur matur og úr ýmsu að velja.
Föstudagurinn verður undirlagður með Judy Anderson frá morgni til kl. 17.00. Kl. 20.30 verður borðað á Touro, brasilískum stað þar sem kjötið er borið á borðið á teinum. Meðlæti er á hlaðborði og þið getið borðað eins mikið og þið viljið. Judy Anderson mun borða með ykkur bæði kvöldin og þið fáið tækifæri til að spjalla við hana. Verð 39.000 kr innifalið, ráðstefnugjald fyrir báða dagana , kvöldverðir á ráðstefnudögum, heimsókn í skóla, ferðir til og frá skóla vegna skólaheimsókna og skipulags og fararstjórnargjöld.
Upplýsingar og verð á ferðum og gistingu:

Boðið er upp á gistingu á Jurys Inn Brigton Center 3* sem er staðsett við hliðina á aðal lestarstöðinni í Brighton.

Gistimöguleikar eru 3;
Eins manns herbergi, tveggjamanna herbergi með 2x aðskildum rúmum, og tveggjamanna herbergi með hjónarúmi.

Flugmöguleikar eru 2, en flogið er til og frá London Gatwick með WOW air:

Flug a – 50 sæti í boði:
Út: 18/04 kl. 06:10. lent á Gatwick kl. 10:25
Heim: 22/04 kl. 21:00. Lent kl. 23:20

Verð per mann fyrir þáttakanda á námskeiði:
– miðað við gistingu í tveggjamanna herbergi: 112.900 kr.
– miðað við gistingu í einsmanns herbergi: 149.750 kr.

Verð per mann fyrir maka: 101.900 kr.
Flug b – 20 sæti í boði:
Út: 18/04 kl. 06:10. lent á Gatwick kl. 10:25
Heim: 22/04 kl. 11:35. Lent kl. 14:00

Verð per mann fyrir þáttakanda á námskeiði:
– miðað við gistingu í tveggjamanna herbergi: 120.900 kr.
– miðað við gistingu í einsmanns herbergi: 157.750 kr.

Verð per mann fyrir maka: 109.900 kr.
Innifalið í verðum er:
• Gisting á Jurys Inn Brighton Center 3* ásamt morgunverði í 4 nætur
• Flug fram og til baka, ásamt öllum sköttum og 20 kg farangri per mann (+ lítill handfarangur; veski, tölvutaska eða slíkt).
• Rútuferðir frá flugvelli á hótel og til baka.
• Afnota af fundarsal ásamt hádegisverðarhlaðborði á hóteli námskeiðsdaga (19. og 20. Apríl) – ATH! Ekki innifalið í makaverðum!
Athugið að WOW gefa ekki út flugmiða og fer innritun því fram gegn framvísun vegabréfs á innritunarborðum, eða í innritunarvélum (bara í Keflavík).
Gilt vegabréf er nauðsynlegt þegar ferðast er til Bretlands. Önnur skilríki eru EKKI tekin gild.

Verðskrá fyrir viðbótarfarangur og sætisbókanir í flug:
– 1x Handfarangur 12 kg (56 x 45 x 25 cm) báðar leiðir: 4.998 kr.
– 1x Golfsett 20 kg báðar leiðir: 9.998 kr.
– Sæti í röðum 11-23 önnur leið: 799 kr
– Sæti í röðum 25-36 önnur leið: 699 kr
– XL sæti (aukið fótapláss) í röðum 4-9, önnur leið: 1.999 kr.
– XXL sæti (aukið fótapláss) í röðum 3, 10 eða 24, önnur leið: 2.999 kr.

ATH! Það er ekki þörf á því að bóka sæti fyrirfram, heldur er boðið upp á þennan möguleika fyrir þá sem vilja! Ef sæti eru ekki bókuð fyrirfram fær fólk úthlutað sæti af handahófi einhversstaðar í vélinni. Athugið þó að ekki er hægt að biðja um ákveðin sæti við innritun í flug.
Óskir um bókanir í sæti þurfa að berast EskimoTravel ([email protected]), eða merkja við í skráningarlista, og eru afgreiddar í þeirri röð sem þær berast.
Skráning:
Skráning í flug og hótel:
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1OslFhkKUZ5VGo9yH_BqS2PHROypP1hvdxZl0eJyMhU8/edit?usp=sharing
(ATH! 2 blaðsíður í tengli, annarsvegar skráningarform og hinsvegar upplýsingar um greiðslur og afbókunarskilmála).

Skráning á ráðstefnu og á veitingastaði.
https://docs.google.com/document/d/1LQJkoE3WbWdCYHW9k3lZLNz8jjh9Sa2Cqf0D0017hBM/edit

Ég mæli með að allir fái linkana senda og skrái sig í facebook grúbbuna þar sem hægt er að setja inn upplýsingar til allra í einu þegar þarf þar sem þeir sem sækja ráðstefnuna munu eflaust koma frá mismunandi skólum víða af landinu. Þetta hjálpar gríðarlega við öll samskipti.
https://www.facebook.com/search/top/?q=uppeldi%20til%20%C3%A1byrg%C3%B0ar%20-%20r%C3%A1%C3%B0stefna%20%C3%AD%20brighton