Á ágústdögum 2018 voru fjölmörg námskeið um Uppeldi til ábyrgðar víða á landinu. Í vikunni 12.- 17. ágúst voru þau Judy Anderson og Joel Shimoji skólastjórnendur í Canada og leiðbeinendur í Restitution bæði stödd á Íslandi og héldu hér vel sótt námskeið.
Judy var hér á vegum Ölduselsskóla 16. ágúst og Voga- og Háaleitisskóla 17. ágúst í Reykjavík. Joel var á vegum Grunnskóla Ísafjarðar 13. og 14. ágúst, Sveitarfélagsins Fjarðarbyggðar 16. ágúst fyrir alla stýrihópa leik- og grunnskóla sveitarfélagsins sem og Seyðisfjarðar, og 17. ágúst í Álftanesskóla.
Dagana 8.- 9 ágúst var námskeið á vegum félagsins í samvinnu við Ingunnarskóla í Reykjavík haldið í Ingunnarskóla. Hildur Karlsdóttir grunnskólakennari og Guðlaug Erla Gunnarsdóttir skólastjóri og leiðbeinendur í Uppeldi til ábyrðar leiðbeindu á námskeiðinu. Þær Elín Yngvadóttir formaður félagsins Uppbygging sjálfsaga, grunnskólakennari og leiðsögumaður ásamt Fanneyju Dórótheu Halldórsdóttur fræðslustjóra Hafnarfjarðar og leiðbeinendur í Uppbyggingu sjálfsaga, héldu tveggja daga námskeið í Uppbyggingu I á fjórum stöðum, alls átta dagar þ.e. á Eskifirði, Djúpavogi, Höfn í Hornafirði og Stykkishólmi.
Ætla má að um 700 starfsmenn leik- og grunnskóla hafi sótt námskeið Uppeldis til ábyrgðar á þessum ágúst dögum á vegum félagsins, fyrir milligöngu þess og á vegum einstakra grunnskóla.
Glæsileg vinna hjá okkur öllum. It’s all about WE.
Af þessu tilefni boðaði stjórn félagsins til kvöldverðar 16. águst með leiðbeinendum félagsins og þeim Judy og Joel á veitingastaðinn Messin á Grandagarði í Reykjavík.
Þau sem höfðu tök á að mæta voru Joel, Sveinbjörn Markús gjaldkeri félagsins, Hildur Karlsdóttir, Judy, Magni Hjálmarsson ásamt Önnu maka sínum og Guðlaug Erla Gunnarsdóttir. Aðrir stjórnarmenn félagsins þær Guðbjörg Málfríður skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur og Margrét Einarsdóttir skólastjóri Vesturbæjarskóla Reykjavík áttu ekki heimangengt. Elín Yngvadóttir og Fanney Dóróthe Halldórsdóttir stjórnarmenn og leiðbeinendur voru staddar í Stykkishólmi með námskeið.