Frestum aðalfundi fram í ágúst og setjum ráðstefnu inn á dagatalið okkar.

Stjórn hefur tekið þá ákvörðun að fresta aðalfundi félagsins fram til 13. ágúst. Samkvæmt lögum félagsins á að halda aðalfund ár hvert, fyrir 1. maí. Við væntum þess að allir félagar sýni þessu fullan skilning. Hinn möguleikinn var að halda aðalfundinn í netheimum en þessi ákvörðun var ofan á.

Enn höldum við okkur við fyrirhugaða ráðstefnu í samvinnu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, 13. ágúst, 2020. Við látum tímann leiða í ljós hvort endurskoða þurfi þá hugmynd þegar nær dregur en við höfum nú þegar lækkað flugið eilítið og afboðað aðra erlenda fyrirlesara en heiðursgestina sjálfa; Diane Gossen og Judy Anderson, þær stefna enn á að koma.
Aðalfundinn og ráðstefnuna munum við auglýsa nánar fljótlega en mælum með því að allir setji þetta inn á 13. ágúst á dagatalinu sínu.
Það er gott að hafa til einhvers að hlakka um miðjan ágúst.