Aðalfundur Uppbyggingar sjálfsaga fyrir árið 2018 var haldinn í Álftanesskóla, mánudaginn 7. maí sl. Eftir að fundastjóri, Guðbjörg M. Sveinsdóttir og ritari, Erna Pálsdóttir höfðu verið tilnefndir var fyrsta atriði á dagskrá ferðasaga eða kyning á náms- og kynnisferð félagsins sem farin var til Brighton í apríl síðast liðnum. Guðbjörg M. Sveinsdóttir flutti erindið fyrir hönd ferðanefndar en ferðin þóttist takast vel í alla staði. Judy Anderson var leiðbeinandi á vel heppnuðu Restitution II námskeiði auk þess sem skólaheimsókn og ferðin öll þótti áhugaverð og upplífgandi.
Eftir kynninguna var boðið upp á vöfflukaffi og að því búnu gengið til hefðbundinna aðalfundastarfa. Elín, formaður kynnti skýrslu stjórnar. Almennt hefur starfið gengið vel, félagið hefur staðið fyrir námskeiðum og kynningum, gefið út kynningarefni og selt bækur. Framundan eru meðal annar opin námskeið í haust, nokkur sérsniðin námskeið auk þess sem félagið hefur í hyggju að standa fyrir leiðbeinendanámskeiðum í samvinnu við Judy Anderson. Sveinbjörn Markús, gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins og gerði ráð fyrir tekju og gjöldum tímabilsins og lýsti stöðu efnahagsreiknings. Hvoru tveggja; skýrsla stjórnar og reikningar, voru samþykkt samhljóða án athugasemda eftir stuttar umræður.
Kosið var til stjórnar en stjórnin er kosin til tveggja ára í senn. Elín gaf áfram kost á sér til formennsku, það var samþykkt samhljóða. Rut Indriðadóttir og Laufey Karlsdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa. Í þeirra stað var Fanney Dóróthe Halldórsdóttir kosin í stjórn og Katrín Júlía Júlíusdóttir sem varamaður í stjórn. Þannig að nú skipa þau Elín Yngvadóttir, Sveinbjörn Markús Njálsson, Margrét Einarsdóttir, Guðbjörg Málfríður Sveinsdóttir og Fanney Dóróthe Halldórsdóttir stjórn auk þess sem Kartrín Júlía Júlíusdóttir og Jóna Benediktsdóttir eru varamenn. Engar tillögur höfðu borist vegna lagabreytinga. Staða félagsins er góð og ekki markmið þess að safna í sjóð og því ákveðið að hafa árgjald óbreytt frá fyrra ári. Sama gildir um umbun til formanns og gjaldkera, sú upphæð verður óbreytt. Undir liðnum önnur mál var m.a. rætt um kynningarefni, hýsingu á lager félagsins og nánar um fyrirhuguð námskeið. Að loknum umræðum var Álftanesskóla þakka kælega fyrir góðar veitingar og hýsingu á fundinum, fundamönnum þakkað fyrir fundinn og honum slitið.