Fréttir frá aðalfundi Félags um uppbyggingu sjálfaga sem var haldinn þann 27. apríl 2022:
Ný stjórn var kosin á fundinum og tekur hún við í ágúst. Hana skipa: Guðbjörg M. Sveinsdóttir formaður, Sveinbjörn Njálsson gjaldkeri, Svandís Egilsdóttir ritari, Fanney D. Halldórsdóttir og Ásta Huld Henrýsdóttir meðstjórnendur. Varamenn eru Hrönn S. Steinsdóttir og Jóna Benediktsdóttir.
Skoðunarmenn reikninga: Bylgja Baldursdóttir og Steinunn Sigurbergsdóttir
Félagsgjald einstaklinga var hækkað úr 2.500,- kr. Í 2.800,- kr. Gjald styrktarskóla verður óbreytt.
Samþykkt var að niðurgreiða ferðakostnað leiðbeinenda sem fara lengra en 100 km. til að halda námskeið. Þetta er gert til að jafna námskeiðskostnað félagsmanna um allt land.