Föstudaginn, 6. október og laugardaginn, 7. október verða Fanney D. Halldórsdóttir og Elín Yngvadóttir með námskeið í Reykjavík.
Kynnt verða helstu grundvallaratriði uppbyggingarstefnunnar, hugmyndafræði og aðferðir.
Áhersla verður lögð á að fara vel í hugmyndafræðina og auka færni þátttakenda í að nýta þessar vinnuaðferðir í daglega starfi með börnum. Námskeiðið er sérstaklega ætlað starfsfólki leik- og grunnskóla.
Leiðbeinendur: Fanney D. Halldórsdóttir og Elín Yngvadóttir.
Staður: Hlaðan, Gufunesbæ, Reykjavík.
Tími: 6. og 7. október, kl. 9:00 – 16:00.
Verð 28.000.- kr. með námskeiðsgögnum, hressingu og léttum hádegisverði.
Skráning á almabjork@alftanesskoli.is
Með skráningu þarf að fylgja: Fullt nafn, kennitala, netfang og upplýsingar um greiðanda námskeiðsgjaldsins (kennitala og heimilisfang).
Nánari upplýsingar veita: Elín Yngvadóttir, eliny@sandgerdisskoli.is og Sveinbjörn Markús Njálsson, markus@alftanesskoli.is