Grunnnámskeið Uppbygging I 11.-12.ágúst

Grunnnámskeið – Uppbygging I verður haldið 11. og 12. ágúst 2025.

Kynnt verða helstu grundvallaratriði uppbyggingarstefnunnar, hugmyndafræði, aðferðir og verkefni.  Námskeiðið er fyrir starfsfólki leik-, grunn- og framhaldsskóla.

 

Staðsetning: Rimaskóli í Reykjavík, Námskeiðið hefst kl. 9:00 og til kl. 16:00 báða dagana.

 

Leiðbeinendur: Leiðbeinendur í Uppbyggingu sjálfsaga þær, Guðlaug Erla Gunnarsdóttir skólastjóri og Hildur Karlsdóttir grunnskólakennari .

 

Skráning fer fram á vef félagsins: https://uppbygging.is/skraning-a-namskeid/ og á netfanginu uppbygging@uppbygging.is   fyrir 15. júní n.k.    

Með skráningu þarf að fylgja: Fullt nafn, kennitala, netfang og upplýsingar um greiðanda námskeiðsgjaldsins (kennitala og heimilisfang).

 

Verð 45.000.- kr. með námskeiðsgögnum, hressingu og léttum hádegisverði.

 

Meginatriði Uppeldis til ábyrgðar – Uppbygging sjálfsaga er að kenna börnum og unglingum sjálfsaga og ýta undir gott sjálfstraust. Lögð er áhersla á jákvæð samskipti, gagnkvæma virðingu og góðan skólabrag. Uppbygging sjálfsaga hvetur hvern og einn til að taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum. Nemendur læra að þekkja grunnþarfir sínar og taka tillit til samferðamanna sinna.

Nánari upplýsingar veita: Guðbjörg M. Sveinsdóttir, gudbjorgmsv@gmail.com og Sveinbjörn Markús Njálsson, sveinbjorn.njalsson@gmail.com