Hálslyklabönd

Stjórn félagsins ákvað einnig að láta prenta aftur hálslyklabönd með nafni og merki Uppbyggingar sjálfsaga. Gulu lyklaböndin eru fyrir löngu uppurin hjá félaginu. Í ár verða búin til lyklabönd í tveimur litum, græn og rauð. Hvert band mun kosta 320 kr. Prentuð verða 1000 stk. af hvorum lit og verða þau komin í okkar hendur 25. nóvember og tilvalin með í jólapakka  starfsmanna.