Hin eina sanna Judy Anderson mun halda nokkur námskeið á Íslandi á ágúst. Hún mun dvelja hér dagana 11. til 23. ágúst og halda námskeið í Uppeldi til ábyrgðar – uppbyggingu sjálfsaga (e. Restitution) á Akureyri, Ísafirði, Höfn í Hornafirði, Reykjavík og Sandgerði. Auk þess mun hún taka þátt í ráðstefnunni Future Teachers – A profession at crossroads, í Reykjavík.
Enn er hægt að komast að á námskeið a.m.k. á Álftanesi og í Sandgerði, hvort heldur sem er í Control Theory eða Restitution I. Nánari upplýsingar um námskeiðin er að fá hjá Sveinbirni í Álftanesskóla eða hjá Elínu í Grunnskólanum í Sandgerði.