Kaup á Sunnuhvoli

Eins og fram kom á síðasta aðalfundi félagsins bauð Magni Hjálmarsson félaginu lager og útgáfurétt Sunnuhvols til kaups.  Þetta var nokkuð rætt á fundinum og félagsmenn voru sammála um að það væri mikilvægt fyrir okkur að hafa aðgengi að þessum björgum. Niðurstaðan varð sú að fela stjórninni að semja við Magna um kaup á útgáfuréttinum og lagernum.  Þær samningaviðræður tóku nokkurn tíma enda engir af stjórnamönnum vanir í viðskiptalífinu. En niðurstaðan varð sú að félagið hefur nú keypt lager og útgáfurétt þeirra bóka sem Sunnuhvoll hafði gefið út. Kaupverðið var mjög hagstætt. Helmingurinn var greiddur við undirritun og það sem eftir stendur skal greiðast með jöfnum afborgunum á fimm árum, án vaxta eða verðbóta. Nánari upplýsingar um kaupverðið verður hægt að sjá í ársreikningum félagsins.

Auk þessara bóka er um að ræða bækurnar: Leiðarvísir fyrir kennara, Leiðarvísir fyrir nemendur, Verkfærakistan og Undirstöður uppbyggingar auk efnis sem ekki er alveg tilbúið til útgáfu.  Pantanir á þessum titlum fara nú í gegnum netfangið markus@alftanesskoli.is. Einnig er hægt að kaupa bækur með því að hringja í Sveinbjörn Markús í Álftanesskóla.

Við viljum nota þetta tækifæri til að færa Magna Hjálmarssyni bestu þakkir fyrir það starf sem hann hefur unnið við að koma hugmyndafræðinni á framfæri og efla þar með skólastarf og skólamenningu á Íslandi.