Facilitator Training (Leiðtogaþjálfun) framhaldsnámskeið með Judy Anderson

Uppbygging sjálfsaga auglýsir Facilitator Training (Leiðtogaþjálfun) framhaldsnámskeið fyrir oddvita og leiðtoga 10. – 12. apríl næstkomandi.

Frá miðvikudegi til föstudags (10. – 12. apríl) kl. 9:00 – 16:00 verður Judy Anderson með námskeið á Grand Hótel Reykjavík.

Leiðtoganámskeiðið er sérstaklega ætlað þeim sem starfa í skólum eða innan sveitarfélaga. Þátttakendur þurfa að hafa grunnþekkingu á hugmyndafræði uppbyggingar og hafa nýtt hana í starfi.  Þetta námskeið hentar einstaklega vel fyrir oddvita eða teymisstjóra sem vilja dýpka skilning sinn og læra fleiri leiðir til innleiðingar á hugmyndafræðinni í sínum hópi. Námskeiðið fer fram á ensku.

Verð kr. 65.200 – með hressingu og léttum hádegisverði.

Skráning hér

Nánari upplýsingar veita:
Sveinbjörn Markús Njálsson – sveinbjorn.njalsson@gmail.com
Elín Yngvadóttir – eliny@simnet.is