1.gr.
Félagið heitir Uppbygging sjálfsaga og er félag áhugafólks um Uppeldi til ábyrgðar – uppbyggingu sjálfsaga og þeirra sem vilja innleiða hugmyndafræði Uppbyggingar sjálfsaga.
Skilgreining: Með heitinu Uppbygging sjálfsaga er átt við það sem nefnt er ,,Restitution – Self Discipline” hjá höfundi hugmyndafræðinnar, Diane Gossen í Kanada. Þetta er hvort tveggja í senn hugmyndafræði er byggir á Sjálfstjórnarkenningu dr. William Glassers og aðferð í samskiptum. Hugmyndafræði Diane Gossen snýst um að kenna að byggja upp innri styrk til sjálfstjórnar og sjálfsaga með það að markmiði að skapa umhyggjusamt og styðjandi samfélag.
2. gr.
Heimili félagsins og varnarþing er hjá formanni félagsins hverju sinni.
3. gr.
Tilgangur félagsins er að skapa samstarfsvettvang fyrir þá sem aðhyllast hugmyndafræði Uppbyggingar sjálfsaga. Einnig að standa fyrir námskeiðum, ráðstefnum og fræðslu fyrir félagsmenn og aðra áhugamenn um Uppeldi til ábyrgðar-uppbygging sjálfaga.
4. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með útbreiðslu á hugmyndarfræði og starfsaðferðum uppbyggingar. Félagar geta aukið þekkingu sína og hæfni með því að fara í réttindanám til að vera í forystu og kenna öðrum samkvæmt stöðlum og gæðakröfum frá Chelsom Consultants Ltd. Saskatoon í Kanada.
5.gr.
Þeir félagar sem halda námskeið og fræðslufundi skulu fylgja aðferðum Chelsom Consultants Ltd. og leita ávallt bestu þekkingar, standa vörð um gæðakröfur í kennslu sinni og námskeiðahaldi, sýna sanngirni við verðlagningu og virða höfundarrétt.
6. gr.
Stofnfélagar eru samkvæmt sérstakri stofnfélagaskrá.
7.gr.
Félagsaðild er öllum heimil en stofnanir og félög geta fengið styrktaraðild að félaginu.
8. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð fimm félagsmönnum þ.e. formanni og fjórum meðstjórnendum. Stjórnarmenn skulu kosnir á aðalfundi til tveggja ára í senn. Formaður skal kosinn sérstaklega, en aðrir stjórnarmenn skipta með sér verkum varaformanns, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda. Á aðalfundi skal einnig kjósa tvo varamenn í stjórn og tvo skoðunarmenn reikninga. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir.
Daglega umsjón félagsins annast formaður eða varaformaður í umboði hans.
Firmaritun félagsins er í höndum meirihluta stjórnar.
9.gr.
Stjórn félagsins er heimilt að skipa þriggja manna uppstillingarnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa stjórnarkjör. Skipa skal í nefndina að minnsta kosti þremur mánuðum fyrir aðalfund. Stjórninni er jafnframt heimilt að skipa aðrar starfsnefndir eftir því sem þurfa þykir.
10. gr.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Aðalfund skal halda fyrir 1. maí annað hvert ár, það ár sem endar á sléttri tölu. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Boða skal aðalfund bréflega eða með netpósti með minnst þriggja vikna fyrirvara. Dagskrá skal fylgja fundarboði. Tillögur til lagabreytinga skulu berast stjórn að minnsta kosti tveimur mánuðum fyrir aðalfund og fylgja fundarboði. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
- Kosning fundarstjóra og ritara.
- Skýrsla stjórnar.
- Lagðir fram ársreikningar, undirritaðir af skoðunarmönnum félagsins.
- Tillögur til lagabreytinga.
- Kosning formanns.
- Kosning meðstjórnenda og varamanna.
- Kosning skoðunarmanna reikninga.
- Ákvörðun um árgjöld.
- Önnur mál.
Einungis þeir félagar sem hafa greitt félagsgjöld hafa atkvæðisrétt á aðalfundi.
11. gr.
Árgjald félagsins er ákveðið á aðalfundi og skal það innheimt ár hvert.
Stofnanir og félög sem eru styrktaraðilar greiða gjöld samkvæmt reglum sem stjórn félagsins setur.
12. gr.
Fjármunum félagsins skal varið til námskeiða og ráðstefnuhalds og annars þess er stjórn og félagsmenn meta mikilvægt til að félagið geti náð markmiðum sínum og tilgangi.
Stjórn félagsins er heimilt að ráða til sín starfsmann til skilgreindra verkefna.
13. gr.
Ef leggja á félagið niður þarf til þess ákvörðun 2/3 hluta fundarmanna á löglega boðuðum aðalfundi tvö ár í röð. Ef ákvörðun verður tekin um slit félagsins skulu eignir þess renna til Chelsom Consultants Ltd. Saskatoon í Kanada.
14. gr.
Skráðir félagsmenn njóta réttinda sem felast meðal annars í lægri þátttökugjöldum á viðburði sem félagið stendur fyrir.
Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi félagsins og öðluðust þá þegar gildi.
Álftanesi 28. mars 2008.
Stofnfundinn sóttu 37 stofnfélagar.