Myndbandið frá 2006 nú aðgengilegt á netinu

Á sínum tíma vann starfsfólk Álftanesskóla í samvinnu við sveitarfélagið Áftanes ljómandi gott myndband um Uppeldi til ábyrgðar, uppbyggingu skjalfsaga. Þar var fjallað um hugmyndafræði uppbyggingar og innleiðingu hennar á Álftanesi. Efni myndbandsins stendur algjörlega fyrir sínu og er nú aðgengilegt hér á vefnum í eilítið  styttri útgáfu, undir flipanum Ítarefni og ritgerðir. 

Hér er tengill sem leiðir þig beint á myndbandið.