Námskeið á Akureyri – Control Theory

Myndir frá nemendum
Uppbygging

Í haust verður Judy Andersen, ein aðalstjarna Uppbyggingarstefnunnar og nánasta samstarfsmanneskja Diane Gossen, með Control Theory 1 námskeið

í Brekkuskóla á Akureyri. Um er að ræða tveggja daga námskeið dagana 12. og 13. ágúst 2014.
Aðstaða til námskeiðshalds í Brekkuskóla er eins og best verður á kosið og rétt er að benda á að Judy er ein af örfáum sem mega og geta kennt Control Theory og ekki er á vísan að róa með hve lengi enn hún mun ferðast um heiminn með fyrirlestra og námskeið. Þetta er því einstakt tækifæri til að kynna sér kenningar, aðferðir og leiðir Control Theory.
Er þá ótalið hve spennandi valkostur Akureyri er heim að sækja. Hér eru framúrskarandi skólar, kaffihús, söfn, sundlaug og matsölustaðir svo fátt sé talið. Þá hefur Akureyri orð á sér fyrir að vera með ágætum góður staður staður til að versla hafi einhver hug á því.
Reynt verður að halda kostnaði í lágmarki þó endanleg krónutala sé ekki ljós ennþá. En reikna má með 20- 25 þúsundum í námskeiðsgjald og þá er hádegisverður og kaffi innifalið báða dagana. Skráninga á: brekkuskoli@akureyri.is Við skráningu þarf eftirfarandi að koma fram: Nafn, kennitala, netfang og upplýsingar um greiðanda.