Námskeið með Judy Anderson

Námsferð sem átti að vera til Boston í vor verður til Minneapolis í staðinn.

Námskeiðsdagarnir eru 28. og 29. maí, flogið út þriðjudaginn 27. maí og heim að kveldi 31. maí. Fyrirlesari er Judy Anderson.
Tengiliður vegna þessa er Ingunn Ríkharðsdóttir í leikskólanum Garðaseli á Akranesi. Þeim sem vilja slást í hópinn er bent á að hafa samband við hana.