Ný heimasíða

Ný heimasíða félags áhugafólks um Uppeldi til ábyrgðar – Uppbyggingu sjálfsaga verður formlega opnuð í dag á aðalfundi félagsins. Heimasíðan mun vonandi nýtast skólum, fyrirtækjum og félagasamtökum á Íslandi sem nýta sér hugmyndafræði Uppbyggingar (e.Restitution).

Upphafsmaður hugmyndanna um Uppeldi til ábyrgðar, uppbyggingar sjálfsaga er Diane Gossen frá Kanada. Hún hefur unnið með kennurum og uppalendum víða um heim í rúm tuttugu ár. Hún byggir hugmyndir sínar á hugmyndum Williams Glasser um Quality School (Reality Therapy / Control Theory).

Á síðunni verður hægt að fræðast um hugmyndafræðina, nálgast gagnlegar upplýsingar, panta bækur, sækja verkefni og komast í samband við þá sem nýta sér stefnuna.