Á aðalfundi félagsins vorið 2018 var kosin ný stjórn ásamt formanni til næstu tveggja ára.
Litlar breytingar voru á stjórninni en Fanney Dóróthea Halldórsdóttir og Katrín Júlía Júlíusdóttir bættust í góðan hóp og eru þær boðnar sérstaklega velkomnar til stjórnarstarfa. Stjórnin hefur skipt með sér verkum. Elín Yngvadóttir var áfram kjörin formaður, Sveinbjörn Markús Njálsson er gjaldkeri félagsins, Guðbjörg Málfríður Sverrisdóttir er ritari, þær Fanney Dóróthea Halldórsdóttir og Margrét Einarsdóttir eru meðstjórnendur og varamenn eru þær Jóna Benediktsdóttir og Katrín Júlía Júlíusdóttir.