Ný stjórn

Á aðalfundi félagsins þann 24. september 2019 var kosin ný stjórn ásamt formanni til næstu tveggja ára.

Þau tímamót áttu sér stað að Elín Yngvadóttir lét af störfum sem formaður og Margrét Einarsdóttir hætti einnig sem meðstjórnandi. Við þökkum þeim vel unnin störf í þágu félagsins í gegnum tíðina.

Aðalfundur kaus Guðbjörgu M. Sveinsdóttur formann en hún var áður ritari. Við stjórnina bættust svo þær Svandís Egilsdóttir og Hrönn S. Steinsdóttir og eru þær boðnar hjartanlega velkomnar.

Á fyrsta stjórnarfundi skipti stjórnin með sér verkum; Sveinbjörn M. Njálsson er gjaldkeri félagsins, Katrín Júlía Júlíusdóttir er ritari, þær Fanney Dóróthea Halldórsdóttir og Svandís Egilsdóttir eru meðstjórnendur og varamenn eru Jóna Benediktsdóttir og Hrönn S. Steinsdóttir

Guðbjörg M. Sveinsdóttir, formaður.

Sveinbjörn Markús Njálsson, gjaldkeri.

Katrín Júlía Júlíusdóttir, ritari.

Fanney Dóróthea Halldórsdóttir, meðstjórnandi.

Svandís Egilsdóttir, meðstjórnandi.

Hrönn S. Steinsdóttir, varamaður.

Jóna Benediktsdóttir, varamaður.