Nýtt fræðslu- og námsefni komið á vefinn

Kæru félagar og notendur fræðslu- og námsefnis um Uppbyggingu ábyrgðar og sjálfsaga. Til stóð að frumsýna ykkur nýtt efni á vef félagsins í dag 13. ágúst á áætlaðri 20 ára afmælisráðstefnu félagsins í samvinnu við menntavísindasvið Háskóla Íslands í Stakkahlíðarhúsum.

Undir hnappinum Námsefni niðurhal hér á síðunni má finna eftirfarandi nýtt efni:

  • Grunnþarfirnar fimm og þarfahringinn á fimm tungumálum á A4 og A3. Meðfylgjandi er orðalisti/orðabók fyrir þarfahringinn.
  • Völundarhringurinn „Leysum vandamálið í völundarhringnum“ á fjórum tungumálum með kennsluleiðbeiningum.

Endilega skoðið, segið frá, nýtið og njótið.

Hér má lesa nánar um nýja námsefnið Völundarhringinn og hér má lesa nánar um Þarfahringinn.