Opið fyrir skráningu á námskeið með Cindy Brown í október, á Akureyri og Reykjavík

Námskeið í Uppeldi til ábyrgðar fyrir leik- og grunnskóla verða haldin víðsvegar um landið í október 2015. Opið er fyrir skráningar á námskeið í Reykjavík og á Akureyri. Um er að ræða eins dags námskeið á Akureyri en tveggja daga námskeið í Reykajvík. Cindy Brown er leiðbeinandi á námskeiðunum en hún hefur mikla reynslu af kennslu og innleiðingu uppbyggingarstefnunnar með leikskólanemendur og yngstu nemendur grunnskóla í forgrunni. Hún hefur viðurkenningu Chelsom Consultants til að kenna þessar uppeldisaðferðir og hefur haldið námskeiða fyrir starfsmenn skóla og foreldra víða um heim.

Nánari upplýsingar um námskeiðin:

  • Miðvikudaginn 14. október kl: 9.00 – 16:00 verður námskeið á Akureyri. Verð 13.900.- kr. með hressingu og léttum hádegisverði. Kynnt verða helstu grundvallaratriði uppbyggingarstefnunnar, aðferðir og hugmyndir. Þátttakendur sjá hvernig hægt er að þróa jákvæðar samskiptaleiðir innan skóla með sérstaka áherslu á yngri nemendur.
  • Fimmtudaginn 15. október kl: 9.00 – 16:00 og föstudaginn 16. október kl: 9.00 – 15:00 í Reykjavík. Verð 24.900.- kr. með hressingu og léttum hádegisverði. Kynnt verða helstu grundvallaratriði uppbyggingarstefnunnar, aðferðir og hugmyndir. Þátttakendur sjá hvernig hægt er að þróa jákvæðar samskiptaleiðir innan skóla með sérstaka áherslu á yngri nemendur.

Hvað er uppbygging?
• Leið til að ýta undir jákvæð samskipti.
• Miðar að því að kenna sjálfstjórn og sjálfsaga og læra af mistökum.
• Byggir á að ná samstöðu um lífsgildi og að hafa þau að leiðarljósi og fylgja þeim síðan eftir með fáum en skýrum reglum.
• Ýtir undir hæfni til að taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum.
• Gefur innri styrk og aukið sjálfstraust.

Leiðbeinandi
Cindy Brown.

Skráning á skraning@sandgerdisskoli.is.

Með skráningu þarf að fylgja:
Fullt nafn, kennitala, netfang og upplýsingar um greiðanda námskeiðsgjaldsins (kennitala og heimilisfang) og upplýsingar um hvort námskeið á Akureyri eða í Reykjavík hafið orðið fyrir valinu.