Leikskólastarfið 17. Janúar 2024
Opið námskeið í Uppbygging 1 – sérsniðið fyrir leikskóla
Endurmenntun og kynning á vinnu okkar í leikskólum með Uppbyggingu sjálfsaga – uppeldi til ábyrgðar
Grunnnámskeið 1. (Restitution I) sérsniðið fyrir leikskóla verður haldið 17. janúar 2024 í Tónmenntasal Álftanesskóla, Álftanesi í samvinnu við leikskólana Holtakot og Krakkakot á Álftanesi og leikskólann Arnarsmára í Kópavogi.
Námskeiðið er fyrir starfsfólk leikskóla og einstaklinga sem vinna með hugmyndafræði og vinnuaðferðir Uppbyggingar sjálfsaga.
Farið verður yfir hugmyndafræði og vinnuaðferðir Uppbyggingar sjálfsaga ( Restitution – Self discipline) og tekin dæmi um vinnu með starfsmönnum og nemendum í leikskólum.
Lögð er áhersla á jákvæð samskipti, gagnkvæma virðingu og góðan skólabrag.
Námskeiðið 17. janúar 2024, kl. 9:00 til 16:00
Hvar : Í Tónmenntasal Álftanesskóla, Álftanesi .
Leiðbeinendur eru: Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, Guðbjörg M.Sveinsdóttir
Verð: 25.000 kr. með námskeiðsgögnum, hádegisverði og kaffihressingu.
Ef fleiri en 6 koma frá sama skóla er greitt fyrir 5 einstaklinga
Skráning á vef félagsins fyrir 10.janúar 2024
Með skráningu þarf að fylgja: Fullt nafn, kennitala, netfang og upplýsingar kennitölu greiðanda námskeiðsgjaldsins (kennitala og heimilisfang).
Sjá hér.
Nánari upplýsingar veita: Guðbjörg M. Sveinsdóttir, gudbjorgmsv@gmail.com og Sveinbjörn Markús Njálsson, sveinbjorn.njalsson@gmail.com
Námskeið leikskólastarfið 17.01.2024