Styrktarskólar Uppbyggingar sjálfsaga á Íslandskorti

Sæl kæru félagar og notendur vefsíðu félagsins Uppbygging sjálfsaga www.uppbygging.is

Við höfum útbúið Íslandskort og merkt inná það styrktar- og þátttökuskóla Uppbyggingar sjálfsaga eins og staðan er í dag:

Styrktarskólar á Íslandskorti

Hönnun og umsjón með uppsetningu og skráningu hafði Anna Svanhildur Daníelsdóttir, grunnskólakennari og kennsluráðgjafi í upplýsingatækni hjá Álftanesskóla.

Í þessum leik- og grunnskólum á Íslandi sem taka þátt í og vinna með Uppeldi til ábyrgðar – uppbygging sjálfsaga starfa um 33% allra barna 1 árs – 16 ára á Íslandi eða um 24.000 börn.
Starf félagsins er umfangsmikið og hefur eflst á hverju ári frá árinu 2000 þegar Diane Gossen hélt fyrsta námskeiðið í Uppbyggingu sjálfsaga (Restitution – Self discipline) í Foldaskóla, Reykjavík.

Félagið Uppbygging sjálfsaga heldur nú námskeið stór og smá fyrir um 1500 starfsmenn leik- og grunnskóla ár hvert um allt land. Starfið með Uppbyggingu sjálfsaga á Íslandi verður 25 ára í ágúst 2025.

Með félags- og uppbyggingar kveðjum.