Kæru félagar og styrktarskólar.
Í tilefni páska og vorkomu 2016 hefur félagið Uppbygging sjálfsaga látið hanna svifdisk (frisbee) með mynd af þarfahringnum. Þetta er vorgjöf félagsins til ykkar sem stutt hafa starfið með ráðum og dáð undanfarin ár.
Nöfn styrktarskóla má sjá á vef félagsins www.uppbygging.is . Ef mistök hafi orðið í skráningu styrktarskóla/félags þá endilega hafið samband við formann eða gjaldkera félagsins. Diskunum er dreift til ykkar miðað við framlag sem er: 5 diskar fyrir skóla með færri en 100 nemendur, 10 diskar fyrir skóla með nemendafjölda sem er frá 100 – 500 nemendur og 15 diska fyrir skóla með fleiri en 500 nemendur.
Diskurinn eru svo fáanlegur í fimm litum (appelsínugulur, rauður, blár, grænn og hvítur) hjá Margt smátt í Reykjavík og kostar um 558 kr. stykkið með vsk. og með álímdum þarfahringnum. Hver og einn skóli getur pantað að vild fleiri diska fyrir sinn skóla/stofnun en greiðir þá að sjálfsögðu hver fyrir sig sjálfur.
Hægt að senda inn pöntun á: magnus@margtsmatt.is
Með vorkveðju og von um gagn og gaman
stjórn Uppbyggingar sjálfsaga.