Uppbygging í Brighton 18. – 22. apríl

Restitution II og skólaheimsóknir í Brighton 18. – 22. april 2018
Félagið Uppbygging sjálfsaga mun í samvinnu við Judy Anderson standa fyrir Restitution II námskeiði. Þetta er frábært tækifæri fyrir alla sem vilja dýpka skilning sinn á Uppeldi til ábyrgðar – Uppbyggingu sjálfsaga. Um er um að ræða framhaldsnámskeiðið Restitution II sem er eins og hálfs dags námskeið þar sem þátttakendur kynnast hugmyndafræðinni enn frekar og fá fleiri hugmyndir og hagnýtar vinnuaðferðir fyrir leik- og grunnskóla. Samhliða námskeiðinu verður boðið upp á heimsóknir í leik- og grunnskóla í Brighton. Fararstjórar í ferðinni verða Sveinbjörn, Guðbjörg og Elín.

Nánari upplýsingar