Námskeið í Uppbyggingu I sem haldið var í samvinnu félagsins Uppbygging sjálfsaga og grunnskóla í Reykjavík sem vinna með uppeldi til ábyrgðar fór fram dagana 10. og 11. ágúst sl. í Rimaskóla. Þátttaka á námskeiðinu var mjög góð og þar fór fram virkilega flott og skemmtileg námskeiðsvinna.
Tveir nýir grunnskólar í Reykjavík hafa nú bæst við uppbyggingarfjölskylduna og bjóðum við Klébergsskóla og Selásskóla velkomna í uppbyggingarstarfið með okkur hinum. Nú vinna 16 grunn- og leikskólar í Reykjavik með og eftir vinnuaðferðum uppbyggingarstefnunnar.
Leiðbeinendur á námskeiðinu voru þær stöllur Guðlaug Erla Gunnarsdóttir og Hildur Karlsdóttir.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá námskeiðinu.



