Félagið Uppbygging sjálfsaga mun í samvinnu við Joel Shimoji standa fyrir námskeiðum í febrúar og mars.
Þetta er frábært tækifæri fyrir alla sem vilja dýpka skilning sinn á Uppeldi til ábyrgðar – Uppbyggingu sjálfsaga. Annars vegar er um að ræða framhaldsnámskeið Restitution II sem er tveggja daga námskeið þar sem hugmyndin er að þátttakendur kynnist hugmyndafræðinni frekar og fái enn fleiri hugmyndir og hagnýtar vinnuaðferðir til að vinna áfram með nemendum sínum. Hins vegar er um að ræað námskeið þar sem farið er yfir hugmyndir til að halda hugmyndafræðinni ferskri innan skólanna og vinnu að uppbyggingu til framtíðar. Það námskeið er hugsað fyrir stjórnendur og teymi eða stýrihópa skóla.
- febrúar
Námskeið með Joel Shimoji fyrir stýrihópa uppbyggingar og stjórnendur. Haldið í Álftanesskóla á Álftanesi kl. 9:00 – 12:00. Þátttökugjald kr. 12.500.- með hressingu og kaffi.
Á námskeiðinu mun Joel fara yfir hagnýt atriði fyrir stjórnendur og stýrihópa leik-, grunn- og framhaldsskóla með Uppbyggingu að leiðarljósi.
- mars
Námskeið með Joel Shimoji fyrir stýrihópa uppbyggingar og stjórnendur. Haldið í Gjánni, ráðstefnusal við íþróttasvæði í Grindavík kl. 9:00 – 12:00. Þátttökugjald kr. 12.500.- með hressingu og kaffi.
Á námskeiðinu mun Joel fara yfir hagnýt atriði fyrir stjórnendur og stýrihópa leik-, grunn- og framhaldsskóla með Uppbyggingu að leiðarljósi.
- og 3. mars
Restitution II með Joel Shimoji í Hlöðunni, Gufunesbæ, Grafarvogi, Reykjavík. 2. mars kl. 9:00 – 16:00 og 3. mars kl. 9:00 – 16:00.
Framhaldsnámskeið fyrir kennara og leiðbeinendur. Á námskeiðinu fer Joel dýpra í hugmyndafræði Uppbyggingar auk þess að gefa þátttakendum góð og hagnýt ráð sem nýtast beint inn í skólastarfið.
Þátttökugjald kr. 32.500.- með hádegisverði, hressingu og kaffi báða dagana.
Joel Shimoji er reyndur fyrirlesari, skólastjórnandi og eldri barna kennari. Hann hefur viðtæka reynslu af hugmyndafræði Uppbyggingar (e. Restitution) og viðurkenningu Chelsom Consultants til að kenna aðferðirnar.
Skráning á námskeiðin er hér á síðunni undir Námskeið og fundir