Félagið Uppbygging sjálfsaga og Álftanesskóli gengu frá kaupsamningi þann 1. desember sl. á útgáfurétti að efni á DVD-mynddiski bæði á íslensku og enskri útgáfu og lager á fræðsluefninu „Áherslur og innleiðing á Álftanesi“ – Uppeldi til ábyrgðar- uppbygging sjálfsaga. Félagið hefur því tekið við sölu og dreifingu á þessum DVD-mynddiski og er hann auglýstur til sölu á vef félagsins www.uppbygging.is ásamt öðrum efnisbjörgum. Höfundar efnisins á mynddisknum eru þau Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, Magni Hjálmarsson og Valgeir Skagfjörð. Höfundur tónlistar er Tryggvi Hubner, myndatakla og klipping var í höndum Sveins M. Sveinssonar og framleiðandi var Plúsfilm.