Category Archives: Fréttir

Aðalfundur 2017

Aðalfundur Uppbyggingarfélagsins árið 2017 var haldinn í Vogaskóla í Reykjavík fimmtudaginn 11. maí. Eftir að fundastjóri og ritari höfðu verið tilnefndir voru flutt tvö erindi. Annars vegar var innlegg frá leikskólanum Arnarsmára í Kópavogi. Þær Brynja Björk, skólastjóri og Hrönn Sigríður, deildarstjóri sögðu frá áhugaverðu og árangursríku starfi í leikskólanum sínum. Starfsfólk Arnarsmára hefur aflað…

Read more

Aðalfundur 2017

Aðalfundur Uppbyggingar sjálfsaga  verður haldinn fimmtudaginn 11. maí, kl. 15:00, í Vogaskóla í Reykjavík. Á dagskrá eru erindi sem tengjast Uppbyggingu í skólastarfi ásamt venjulegum aðalfundarstörfum (Kosningar fara fram annað hvert ár – næst árið 2018). Dagskrá aðalfundar: Erindi sem tengjast uppbyggingarvinnu í skólastarfi   Uppbygging í leikskóla – Kynning á Uppbyggingarstarfi í Arnarsmára   …

Read more

Aðalfundir

Aðalfundur félags áhugafólks um Uppbyggingu verður haldinn í Reykjavík 11. maí 2017, kl. 15:00. Staðsetning nánar auglýst síðar.Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf (án kosninga, kosið er annað hvert ár)  erindi frá Vogaskóla og leikskólanum Arnarsmára auk annarra mála.

Read more

Joel Shimoji með vinnustofur víðsvegar um landið

Joel Shimoji var hér á landi dagana 27. febrúar til 3. mars. Hann vann með skólafólki og hélt Uppbyggingarnámskeið vítt og breytt um landið. Hann byrjaði fyrirlestrarröð sína á Akureyri, fór á Álftanes og til Grindavíkur og lauk vinnu sinni á tveggja daga námskeiði í Reykjavík. Fólk af öllu landinu sótti námskeiðin sem mæltust mjög…

Read more

Leiðarvísir Uppeldi til ábyrgðar

Kennarar í leikskólanum Arnarsmára hafa gefið út leiðarvísi sem ætlaður er öllum þeim sem vilja vinna með Uppeldi til ábyrgðar – uppbyggingu sjálfsaga. Í leiðarvísinum er að finna allt sem hafa þarf í huga þegar verið er að vinna eftir þessari uppeldisaðferð. Leiðarvísirinn getur staðið á borði og er mjög handhægur. Verð  1 stk. 5.000…

Read more

Uppbygging með Joel Shimoji í febrúar og mars 2017

Félagið Uppbygging sjálfsaga mun í samvinnu við Joel Shimoji standa fyrir námskeiðum í febrúar og mars. Þetta er frábært tækifæri fyrir alla sem vilja dýpka skilning sinn á Uppeldi til ábyrgðar – Uppbyggingu sjálfsaga. Annars vegar er um að ræða framhaldsnámskeið Restitution II sem er tveggja daga námskeið þar sem hugmyndin er að þátttakendur kynnist…

Read more

Boston 2016

Hópur á vegnum Uppbyggingarfélagsins er á leiðinni til Boston í nóvember 2016. Þátttakendur hafa nú fengið sendar upplýsingar um greiðslumöguleika og hópanúmer hjá Icelandair í gegnum tölvupóst. Yfir 100 þátttakendur er skráðir í ferðina en þeir geta valið um tvö mismunandi námskeið. Annars vegar Control Theory og hinsvegar útfærslu af námskeiðinu Restitution in the Classroom,…

Read more

Uppeldi til ábyrgðar – byrjendanámskeið í ágúst

Félagið Uppbygging sjálfsaga í samvinnu við Álftanesskóla auglýsir byrjendanámskeið í Uppeldi til ábyrgðar – uppbygging sjálfsaga I í Álftanesskóla dagana 8. – 9. ágúst. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Guðlaug Erla Gunnarsdóttir og Hildur Karlsdóttir. Báðar hafa þær réttindi frá Diane Gossen til að kenna þessi fræði og langa reynslu í að nýta þessar starfsaðferðir í…

Read more
Back to Top