Category Archives: Fréttir

Stjórn félagsins

Á aðalfundi félagsins vorið 2018 var kosin ný stjórn ásamt formanni til næstu tveggja ára. Litlar breytingar voru á stjórninni en Fanney Dóróthea Halldórsdóttir og Katrín Júlía Júlíusdóttir bættust í góðan hóp og eru þær boðnar sérstaklega velkomnar til stjórnarstarfa. Stjórnin hefur skipt með sér verkum. Elín Yngvadóttir var áfram kjörin formaður, Sveinbjörn Markús Njálsson…

Read more

Fjölmörg námskeið á ágústdögum

Á ágústdögum 2018 voru fjölmörg námskeið um Uppeldi til ábyrgðar víða á landinu. Í vikunni 12.- 17. ágúst voru þau Judy Anderson og Joel Shimoji skólastjórnendur í Canada og leiðbeinendur í Restitution bæði stödd á Íslandi og héldu hér vel sótt námskeið. Judy var hér á vegum Ölduselsskóla 16. ágúst og Voga- og Háaleitisskóla 17….

Read more

Restitution I í Reykjavík 8. og 9. ágúst

Félagið Uppbygging sjálfsaga í samvinnu við Ingunnarskóla auglýsir byrjendanámskeið í Uppeldi til ábyrgðar – uppbygging sjálfsaga I í Ingunnarskóla, Reykjavík dagana 8. – 9. ágúst 2018. Námskeiðið hefst kl. 9:00 báða dagana og stendur til kl. 16:00. Áhersla er lögð á að fara vel í hugmyndafræðina og auka færni þátttakenda í að nýta þessar vinnuaðferðir…

Read more

Fréttir af aðalfundi 2018

Aðalfundur Uppbyggingar sjálfsaga fyrir árið 2018 var haldinn í Álftanesskóla, mánudaginn 7. maí sl. Eftir að fundastjóri, Guðbjörg M. Sveinsdóttir og ritari, Erna Pálsdóttir höfðu verið tilnefndir var fyrsta atriði á dagskrá ferðasaga eða kyning á náms- og kynnisferð félagsins sem farin var til Brighton í apríl síðast liðnum. Guðbjörg M. Sveinsdóttir flutti erindið fyrir…

Read more

Aðalfundur 2018

Aðalfundur Uppbyggingar sjálfsaga verður haldinn mánudaginn 7. maí, kl. 15:00, í Álftanesskóla. Á dagskrá eru nokkur erindi sem tengjast Uppbyggingu í skólastarfi ásamt venjulegum aðalfundarstörfum. Kaffiveitingar og góður félagsskapur í boði. Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta. Stjórnin

Read more

Vel heppnuð ferð til Brighton

Uppbyggingarfélagði stóð fyrir námskeiðsferð til Brighton í apríl 2018. Ferðin tókst í alla staði ljómandi vel. Judy Anderson, uppbyggingarfrömuður hélt Restitution II námskeið fyrir 48 þátttakendur en ásamt því heimsótti hópurinn einnig grunnskóla í Brighton.

Read more

Uppbygging í Brighton 18. – 22. apríl

Restitution II og skólaheimsóknir í Brighton 18. – 22. april 2018 Félagið Uppbygging sjálfsaga mun í samvinnu við Judy Anderson standa fyrir Restitution II námskeiði. Þetta er frábært tækifæri fyrir alla sem vilja dýpka skilning sinn á Uppeldi til ábyrgðar – Uppbyggingu sjálfsaga. Um er um að ræða framhaldsnámskeiðið Restitution II sem er eins og…

Read more
Back to Top