Category Archives: Fréttir

Aðalfundur 2018

Aðalfundur Uppbyggingar sjálfsaga verður haldinn mánudaginn 7. maí, kl. 15:00, í Álftanesskóla. Á dagskrá eru nokkur erindi sem tengjast Uppbyggingu í skólastarfi ásamt venjulegum aðalfundarstörfum. Kaffiveitingar og góður félagsskapur í boði. Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta. Stjórnin

Read more

Vel heppnuð ferð til Brighton

Uppbyggingarfélagði stóð fyrir námskeiðsferð til Brighton í apríl 2018. Ferðin tókst í alla staði ljómandi vel. Judy Anderson, uppbyggingarfrömuður hélt Restitution II námskeið fyrir 48 þátttakendur en ásamt því heimsótti hópurinn einnig grunnskóla í Brighton.

Read more

Uppbygging í Brighton 18. – 22. apríl

Restitution II og skólaheimsóknir í Brighton 18. – 22. april 2018 Félagið Uppbygging sjálfsaga mun í samvinnu við Judy Anderson standa fyrir Restitution II námskeiði. Þetta er frábært tækifæri fyrir alla sem vilja dýpka skilning sinn á Uppeldi til ábyrgðar – Uppbyggingu sjálfsaga. Um er um að ræða framhaldsnámskeiðið Restitution II sem er eins og…

Read more

Grunnnámskeið – Restitution I

Föstudaginn, 6. október og laugardaginn, 7. október verða Fanney D. Halldórsdóttir og Elín Yngvadóttir með námskeið í Reykjavík. Kynnt verða helstu grundvallaratriði uppbyggingar­stefnunnar, hugmyndafræði og  aðferðir. Áhersla verður lögð á að fara vel í hugmyndafræðina og auka færni þátttakenda í að nýta þessar vinnuaðferðir í daglega starfi með börnum. Námskeiðið er sérstaklega ætlað starfsfólki leik-…

Read more

Aðalfundur 2017

Aðalfundur Uppbyggingarfélagsins árið 2017 var haldinn í Vogaskóla í Reykjavík fimmtudaginn 11. maí. Eftir að fundastjóri og ritari höfðu verið tilnefndir voru flutt tvö erindi. Annars vegar var innlegg frá leikskólanum Arnarsmára í Kópavogi. Þær Brynja Björk, skólastjóri og Hrönn Sigríður, deildarstjóri sögðu frá áhugaverðu og árangursríku starfi í leikskólanum sínum. Starfsfólk Arnarsmára hefur aflað…

Read more

Aðalfundur 2017

Aðalfundur Uppbyggingar sjálfsaga  verður haldinn fimmtudaginn 11. maí, kl. 15:00, í Vogaskóla í Reykjavík. Á dagskrá eru erindi sem tengjast Uppbyggingu í skólastarfi ásamt venjulegum aðalfundarstörfum (Kosningar fara fram annað hvert ár – næst árið 2018). Dagskrá aðalfundar: Erindi sem tengjast uppbyggingarvinnu í skólastarfi   Uppbygging í leikskóla – Kynning á Uppbyggingarstarfi í Arnarsmára   …

Read more

Aðalfundir

Aðalfundur félags áhugafólks um Uppbyggingu verður haldinn í Reykjavík 11. maí 2017, kl. 15:00. Staðsetning nánar auglýst síðar.Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf (án kosninga, kosið er annað hvert ár)  erindi frá Vogaskóla og leikskólanum Arnarsmára auk annarra mála.

Read more
Back to Top